Snjóflóðatíð

Snjóflóðatíð LÍV með smá áminningu um búnað og fleira.

Snjóflóðatíð


Nú þegar "snjóflóðatíðin" er hafin er vert að minna alla á að dusta rykið af kunnáttunni, yfirfara eigin búnað og taka léttar æfingar. Það eru komnir yfir 400 manns í Snjóflóðatilkynningar grúppuna sem er góður hópur. Ég vil samt hvetja alla að láta ferðafélaga sína (ekki bara sleðafólk) vita af þessari grúppu svo við getum aukið fjöldan enn frekar. Vil taka það fram og vekja sérstaklega athygli á að Veðurstofa Íslands hefur verið að uppfæra og bæta link hjá sér til að tilkynna snjóflóð. Afarmikilvægt að tilkynna nákvæmlega snjóflóð þar líka. Höfum augun hjá okkur í vetur og tilkynnum um fallin snjóflóð strax á staðnum. Þrátt fyrir að þessi grúppa sé sérstaklega ætluð tilkynningum á snjóflóðum en ekki fyrir almennt chat eða aðrar upplýsingar, þá ætla ég að leyfa mér að láta þetta myndband fljóta með. Förum varlega, förum ekki til fjalla nema með ALLAN nauðsynlegan búnað, og metum aðstæður áður en haldið er í brekkurnar. Það er betra að fara til baka og kaupa nýbatteri í snjófljóðaýlinn en að taka sénsinn.

Skoða hóp á facebook


bkv. Þór Kjartans


Athugasemdir

Svæði

Team Lexi

Alexander "Lexi"  Kárason
S. +354 660 6707
lexi@lexi.is 

Sleðafréttir

Skráðu þig á póstlistan hjá okkur og fáðu fréttirnar í póstinn þinn.

Facebook og Twitter

  Gerðu LIKE á síðuna okkar
  Fylgdu okkur á Twitter

Monsterenergy.com